mánudagur, 3. júní 2019

Viður­kenn­ing fyr­ir veður­at­hug­an­ir

Norska húsið F.v.: Óðinn Þórarinsson framkvæmdastjóri, Hjördís Pálsdóttir safnstjóri, Jakob ...
Norska húsið F.v.: Óðinn Þór­ar­ins­son fram­kvæmda­stjóri, Hjör­dís Páls­dótt­ir safn­stjóri, Jakob Björg­vin Jak­obs­son bæj­ar­stjóri, Krist­ín Björg Ólafs­dótt­ir sér­fræðing­ur og Wi­oletta Maszota veður­at­hug­un­ar­maður.
Viður­kenn­ing­ar­skjöld­ur frá Alþjóðaveður­fræðistofn­un­inni var af­hjúpaður í Stykk­is­hólmi á föstu­dag­inn var. Hann var veitt­ur fyr­ir meira en 100 ára sam­felld­ar veður­mæl­ing­ar í bæn­um.
Veður­at­hug­an­ir hafa verið skráðar sam­visku­sam­lega í Stykk­is­hólmi í sam­fleytt 173 ár en Árni Thorlacius hóf að skrá veður­at­hug­an­ir þar í nóv­em­ber 1845, að því er fram kem­ur í Morg­unlbaðinu í dag.
Í til­efni af viður­kenn­ing­unni var haldið er­indi á veg­um Veður­stofu Íslands í Eld­fjalla­setr­inu í Stykk­is­hólmi í sam­starfi við Norska húsið. Árni lét ein­mitt reisa Norska húsið fyr­ir fjöl­skyldu sína en hann var kaupmaður, út­gerðarmaður og bóndi í Stykk­is­hólmi. Krist­ín Björg Þor­láks­dótt­ir, sér­fræðing­ur á sviði veðurfars­rann­sókna á Veður­stofu Íslands, sagði þar frá starfi Árna og sögu veður­at­hug­ana í Stykk­is­hólmi. Hún sagði að upp­haf veður­at­hug­ana hans hefði markað þátta­skil í veður­at­hug­un­um hér á landi. Þá hóf­ust reglu­leg­ar hita­mæl­ing­ar og hafa þær staðið nán­ast óslitið síðan. Aðeins sex aðrar stöðvar í Evr­ópu geta státað af lengri sam­felldri mæla­sögu en Stykk­is­hólm­ur, að sögn Krist­ín­ar, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Veður­stof­unni.


 https://www.mbl.is/frettir/innlent/2019/05/21/vidurkenning_fyrir_vedurathuganir/

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

texti

ds sddedewd