laugardagur, 4. maí 2019

Lagfæra göngustíg og bílaplan á Stórhöfða

4.Maí'19 | 12:59
IMG_9971
Stígurinn liggur út í útsýnisskýlið. Ljósmyndir/TMS
Nú standa yfir framkvæmdir á vegum Vestmannaeyjabæjar á Stórhöfða. Verið er að lagfæra göngustíginn sem liggur frá veginum út í útsýnisskýlið sem reist var í höfðanum fyrir nokkrum árum.
Þá er verið að stækka bílaplanið þar sem stígurinn liggur að. Jóhann Jónsson, rekstrarstjóri Þjónustumiðstöðvar Vestmannaeyjabæjar segir að styrkur hafi komið til verksins frá framkvæmdasjóði ferðamannastaða.
„Við lögðum svona stíg norðan við Eldheima í fyrra og kom það vel út.” segir Jóhann. Hann segir að notuð sé svokölluð sandmold í stíginn, svo er sáð í.
„Þetta eru mottur sem eru lagðar yfir. Það má segja að stígurinn sé vel hjólastólafær.” Aðspurður um hvenær framkvæmdum ljúki segir Jóhann að stígurinn sé gott sem klár. „Það á bara eftir að leggja torfið meðfram honum. Svo á að malbika planið, næst þegar malbikað verður í Eyjum.”

 http://eyjar.net/read/2019-05-04/lagfaera-gongustig-og-bilaplan-a-storhofda/
 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

texti

ds sddedewd